top of page
UM GLEIPNI
Félagið var stofnað 2014 sem málfundafélag til að styðja við menningu, sögu og læsi Íslendinga.
Nú starfar Gleipnir sem góðgerðarfélag í þeim tilgangi að hlúa að íslenskri tungu og efla áhuga ungmenna á notkun móðurmáls þjóðarinnar. Málvitund, menning og saga eru böndin sem binda þjóðina saman eins og fjöturinn Gleipnir.
Nafnið Gleipnir er fengið úr norrænni goðafræði í sögunni um Fenrisúlfinn. Gleipnir voru töfrum ofnir fjötrar til að koma böndum yfir Fenrisúlfinn sem ógnað hafði Goðheimum með heljarafli sínu.
Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.
Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn - nema ég og þú.
Þórarinn Eldjárn
Um Gleipni
VERKEFNI
Gleipnir vill leggja sitt af mörkum til að viðhalda íslenskri tungu með því að gera íslenskukennslu í grunnskólum enn skemmtilegri og aðgengilegri.
Fyrsta verkefnið sem Gleipnir ræðst í er að þróa leikjavænt lærdómsforrit fyrir tölvur og snjalltæki. Með því að leikjavæða lærdóm má höfða til grunnskólabarna og efla áhuga þeirra.
Leikurinn kemur til með að vera settur upp sem spurningaleikur og einblína á notkun móðurmálsins. Notendur geta sett upp sínar eigin spurningar og keppnir, auk þess að hafa aðgang að gagnagrunni leiksins. Allt viðmót verður á íslensku og mun leikurinn verða öllum aðgengilegur þeim að kostnaðarlausu.
Verkefni
TÍÐINDI
Frá örófi alda hafa Íslendingar sagt sögur og flutt fréttir. Það má því segja að sögugerðin sé okkur í blóð borin.
Í dagsins önn viljum við vera upplýst og með nýjustu tíðindi á takteinum.
Október 2021
Desember 2021
Febrúar 2022
Þróun hugmyndar og verkefni hefst
Starfsfólk ráðið til starfa
Ný heimasíða Gleipnis fer í loftið
Nóvember 2021
Janúar 2022
Uppsetning og forritun á leik byrjar
Markaðs- og hönnunarteymi myndað
Tíðindi
bottom of page